Íþróttafélag Reykjavíkur

ÍR-ingar Íslandsmeistarar í júdó 2021

Þrír ÍR-ingar kepptu á Íslandsmóti JSÍ yngri 2021 sem fór fram síðast liðinn laugardag.

ÍR-ingarnir Hafþór Ingi Erlendsson, Matthías Stefánsson og Sabrína Heiður Haraldsdóttir kepptu á mótinu.

Hafþór keppti í U13-60kg, Matthías keppti í U21-100kg og Sabrína keppti í U21-63kg. Þau glímdu öll eins og hetjur. Þau unnu allar sínar glímur og unnu þannig sína flokka.

ÍR-ingar hafa því unnið fjóra Íslandmeistaratitla í ár en hann Matthías varð Íslandsmeistari í seniora -100kg flokki fyrir tveimur vikum.

 

Óskum þeim til hamingju með árangurinn!

 

X