Aðgerðaráætlun gegn einelti og óæskilegri hegðun

Stefnuyfirlýsing ÍR

Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) telur mjög mikilvægt að öllum líði vel og að sá grundvallarréttur
að fá að vera óáreittur sé virtur. ÍR leggur áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum þar
sem hver og einn er ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum. Einnig leggur félagið ríka áherslu
á að iðkendur, þjálfarar, starfsfólk og sjálfboðaliðar komi fram af umhyggju, heiðarleika og
virðingu gagnvart öllum þeim sem starfað er með eða fyrir. Leitað verður allra ráða til að
fyrirbyggja einelti, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega hegðun. Félagið hefur m.a. sett sér
siðareglur sem ætlað er að vera leiðarvísir um þau gildi og viðmið sem ríkja innan allra deilda
félagsins. Félagið leggur einnig ríka áherslu á að þau mál sem koma upp verði leyst á faglegan
og á farsælan hátt.
Stuðst var við aðgerðaáætlun ÍSÍ gegn einelti og annarri óæskilegri hegðun við gerð þessarar
áætlunar.

 

Hér er hægt að nálgast aðgerðaráætlunina

Styrktaraðilar ÍR

X