Íþróttafélag Reykjavíkur

Silfurleikar ÍR

Merki Silfurleika ÍR

Silfurleikar 2023 eru á dagskrá 18. nóvember 

Silfurleikar ÍR er haldnir í nóvember ár hvert. Mótið var fyrst haldið árið 1996 og hét þá Haustleikar ÍR. Nafninu var breytt árið 2006 til að minnast þess að 50 ár voru þá liðin frá því að ÍR-ingurinn Vilhjálmur Einarsson fékk silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourn í Ástralíu. Með Silfurleikum vilja ÍR-ingar minnast þessa mikla afreks og þrístökk skipar þar veglegan sess eins og vera ber. Silfurleikar ÍR eru fyrir 17 ára og yngri. 10 ára og yngri keppa í fjölþraut barna en þeir eldri í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum.

Mótið er haldið í Laugardalshöll þann 18. nóvember 2022 og stendur frá 9:00 – 19:00. Skipulag keppninnar er eftirfarandi með fyrirvara um breytingar þegar skráning liggur fyrir:

  • 7 ára og yngri:  9:00 – 10:30
  • 8 – 9 ára: 14:20-15:40
  • 10 ára: 9:00 – 10:30
  • 11 ára: 10:00 – 11:30
  • 12 ára : 9:00 – 15:00
  • 13 – 17 ára: 11:30 – 17:50

9 ára og yngri

Fjölþraut barna

10-11 ára

4-þraut – 60 m, 600m, Langstökk og Kúluvarp

12 ára

Fimmtarþraut – 60 m, Þrístökk, Kúluvarp, Hástökk og 600 m

13 ára

60 m, 200m, 600m, 60 m grind, Hástökk, Þrístökk og Kúluvarp

14 – 17 ára

60 m, 200m, 800m, 60 m grind, Hástökk, Þrístökk og Kúluvarp

Hér er uppkast að tímaseðli 2023. Endanlegur tímaseðill verður settur inn eftir að skráningu lýkur.

Skráning fer fram á www.netskraning.is.

12 ára og yngri  – 3.000 kr. Tvöfalt skráningargjald ef skráð er eftir kl. 23:59 laugardaginn 11. nóvember.

13 ára og eldri – 2.500 kr + 500 krónur fyrir hverja grein en að hámarki 5.000 kr. Tvöfalt skráningargjald ef skráð er eftir kl. 23:59 laugardaginn 11. nóvember.

Hægt er að afskrá keppendur til kl. 22.00 fimmtudaginn 16. nóvember. Afskráningar sendist á irfrjalsar@gmail.com, setjið „Afskráning – Fullt nafn keppanda“ í efni (e.subject) póstsins og upplýsingar um reikningsnúmer og kennitölu ef greitt var með öðru en kreditkorti. Ef um er að ræða afskráningar hjá þeim sem eru skráðir eftir 11. nóvember fæst aðeins helmingur skráningagjaldsins endurgreiddur.

Aðgangseyrir: Hægt er að kaupa aðgöngumiða á netsrkaning.is á 500kr í forsölu en einnig verður selt inn í salinn við dyrnar og mun miðinn þá kosta 1000kr. Aðeins þarf að kaupa aðgöngumiða fyrir 18ára og eldri.

Allir þátttakendur 11 ára og yngri fá þátttökuverðlaun. Í flokki 12 ára fá 10 stigahæstu verðlaun. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í flokkum 13 – 17 ára.

Veitingasala verður á veitingapallinum á meðan á mótinu stendur. Þar verður hægt að kaupa hressingu á sangjörnu verði.


Keppendum er skipt upp í 8 manna hópa sem fara saman í gegnum þrautina ásamt starfsmanni og þjálfara. Keppnisgreinar: 60m hlaup, 600m hlaup, langstökk og kúluvarp.

4-þrautin hefst með sameiginlegri upphitum á 60m brautinni. Upphitunin verður 10 til 15 mín. Að henni lokinni verða keppendur lesnir upp í hópa og keppnin hefst. Allir hópar hefja keppni í 60m hlaupi, fara svo í tæknigreinar og ljúka keppni á 600m hlaupi.

Í kúluvarpi fá allir tvisvar sinnum tvö köst þar sem lengra kastið er mælt hvoru sinni. Í langstökki fá allir þrjú stökk. Úrslit verða skráð inn í mótaforritið Þór en ekki hengd upp á staðnum.

Allir keppendur frá þátttökuviðurkenningu að keppni lokinni.

Keppnisgreinar í fimmtarþrautinni eru: 60m hlaup, 600m hlaup, þrístökk, hástökk og kúluvarp.

Í þrístökki og kúluvarpi fá keppendur 3 tilraunir. Val er um að stökkva af 6 – 6,5 eða 7 – 7,5 m svæði í þrístökkinu.

10 stigahæstu einstaklingarnir fá verðlaun að keppni lokinni. (Nánari upplýsingar síðar)

Fjölþraut í anda krakkafrjálsra verður í boði fyrir 9 ára og yngri. 7 ára og yngri verða saman í hópum og 8 – 9 ára saman í hópum. Um er að ræða sitthvora fjölþrautina. Fjölþrautin fer fram í frjálsíþróttasalnum.

Verðlaunaafhending verður um leið og þrautinni lýkur í hvorum aldurshópi fyrir sig.

Í öllum hlaupum gilda bestu tímar. Ekki er um að ræða úrslitahlaup. Mikilvægt er að þjálfarar gefi upp bestu tíma hvers hlaupara við skráningu þannig að hægt sé að raða í riðla eftir tímum. Þetta er sérlega mikilævægt í eldri aldrushópum í 200 m hlaupinu.

Stökkhópum í hástökki er iðulega skipt upp í tvo stökkhópa sé hópurinn stór. Reynt er að skipta í hópa eftir getu.

Byrjunarhæðir verða sem hér segir með fyrirvara um breytingar

Aldur
Piltar
Stúlkur

12

1,08

1,04

13

1,18

1,13

14

1,25

1,19

15-17

1,35

1,27

Í flokki 13 ára eru fjögur stökk á mann. Val er um að stökkva af 6 – 6,5 eða 8 – 8,5 m svæði.

Í flokki 14 ára eru fjögur stökk á mann. Val er um að stökkva af 7 eða 9 m planka.

Í flokkum 15 – 17 ára eru þrjú stökk á mann. 8 bestu fara í úrslit og fá þrjú stökk til viðbótar. Val er um að stökkva af 7, 9 eða 11 m planka.

Í flokkum 13 og 14 ára eru fjögur köst á mann.

Í flokkum 15 – 17 ára er þrjú köst á mann. 8 bestu fara í úrslit og fá þrjú köst til viðbótar.

 

Nánari upplýsingar veitir veitir: Jökull Úlfarsson, S: 692-7707 og irfrjalsar@gmail.com.

Styrktaraðilar ÍR

X