Matthías keppti í júdó í Finnlandi um helgina

02.11.2021 | höf: ÍR

Júdókappinn Matthías Stefánsson fór til Finnlands um helgina ásamt landsliðinu til að keppa á Opna Finnska og vann hann til bronsverðlauna í tveimur flokkum.

Eftir hörku viðureignir í bæði undir 21 árs -90kg flokki og seniora -90kg flokki lenti Matthías í 3. sæti í báðum flokkunum. Matthías mætti öflugum andstæðingum sem hafa mikla keppnisreynslu og er verðmæt reynsla fyrir hann að hafa slegist við þá sem voru með honum í flokkunum. Nokkuð ljóst var að Matthías átti ekki langt í land með að ná að vinna andstæðingana sína sem voru í efri sætum. Þessi reynsla mun nýtast honum til að bæta sig enn frekar í keppni og verður gaman að fylgjast með honum taka frekari skref á keppnisferlinum.

 

Áfram Matthías!

X