Sigríður Ósk Fanndal, íþróttafræðingur.
Lauk B.Sc gráðu í íþróttafræði árið 2010, og B.Sc gráðu í sálfræði árið 2015, stundar nú mastersnám í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík. Er menntuð grunnskólakennari og framhaldsskólakennari í íþróttum. Hefur yfir 12 ára þjálfunarreynslu í því að þjálfa börn, almenning, afreksmenn og sérhópa.
Hulda Þorsteinsdóttir
Æfði og keppti í fimleikum í 9 ár. Æfir nú frjálsar íþróttir með ÍR og er aðalgrein stangarstökk. Hulda hefur verið landsliðsmanneskja í stangarstökki og keppt á stórmótum erlendis. Meðal annars hefur hún náð 9. sæti á HM unglinga og orðið norðurlandameistari unglinga í stangarstökki 2010, auk fjölmargra Íslandsmeistaratitla. Hún lauk stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík og stundar nú nám í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Daníela Guðlaug Hansen
Æfði djassballet á yngri árum og fimleika. Í dag æfir hún loftfimleika og hefur gert í um fjögur ár. Hún hefur bæði keppt og sýnt loftfimleika fyrir Pole sport. Hún er yfirmaður Íþróttaskóla ÍR og þjálfar þar samhliða fimleikaþjálfun. Hún útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 2015 af íþróttabraut og stefnir í nám í Háskóla Íslands eða Háskóla Reykjavíkur tengd íþróttum, hreyfingu og heilsu.
Elíana Sigurjónsdóttir
Æfði og keppti í fimleikum í 9 ár. Hefur verið í íþróttum síðan hún var 4 ára gömul, meðal annars hefur hún verið í ballet, dansi, fótbolta, handbolta, körfubolta, skautum, fimleikum og frjálsum. Hún var 4 ár í áhaldafimleikum hjá Gerplu og svo færði hún sig yfir í hópfimleikana og var þar í 5 ár. Hún hefur starfað sem aðstoðarþjálfari hjá Gerplu og ætlar að æfa stangarstökk í vetur með Frjálsíþróttadeild ÍR. Hún stundar nám á fata- og textílsviði í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
Tiana Ósk Whitworth
Hefur alltaf verið mikið í íþróttum, meðal annars fimleikum, fótbolta og dansi. Hún æfði og keppti í áhaldafimleikum hjá Gerplu í 6 ár og æfir núna frjálsar íþróttir hjá ÍR. Hún einbeitir sér að spretthlaupi og er í unglingalandsliðinu í 100 og 200m hlaupi. Tíana stundar nám við Verzlunarskóla Íslands á viðskiptabraut.
Síðast uppfært: 25.01.2017 klukkan 21:22