Styrkjakerfi ÍR-Keiludeildar

ÍR Keiludeild leggur metnað sinn í að gera vel við iðkendur sína. Um árabil hefur verið viðhöfð sú stefna að vera fremst félaga/deilda í keilunni þegar kemur að stuðningi við félagsmenn sína og afreksfólk. Í því fellst ýmis stuðningur svo sem fjárhagslegur og annar.

Hér fyrir neðan má sjá þær reglur sem gilda um styrki deildarinnar, þær voru síðast yfirfarnar og samþykktar af stjórn í janúar 2023.

Umsóknir um styrki til deildarinnar

 


Reglur keiludeildar ÍR um gjöld, styrki og keppnisbúninga

1. gr.

Félagsgjöld

Allir meðlimir í keiludeild ÍR skulu greiða félagsgjöld, sbr. þó 3. mgr., sem eru eftirfarandi:

a. Félagar sem ekki stunda keppni á vegum félagsins greiða 3.000 kr. á ári
b. Nýir félagar sem keppa á vegum félagsins greiða 6.000 kr. á fyrsta ári
c. Eldri félagar sem keppa á vegum félagsins greiða 12.000 kr. á ári

Félagsgjaldið miðast við keppnistímabil keilunnar og hefst því nýtt tímabil í september ár hvert. Félagsgjöld skal greiða á tímabilinu september til nóvember ár hvert.

Börn og ungmenni sem stunda æfingar hjá félaginu og greiða æfingagjöld greiða ekki félagsgjöld.

2. gr.

Æfingagjöld barna og ungmenna

Æfingargjöld eru 45.500 kr. fyrir fulla þátttöku.

3. gr.

Styrkir til liða vegna deildar- og bikarkeppni

Keiludeild ÍR veitir eftirfarandi styrki til liða sem keppa undir merkjum ÍR vegna þátttöku í mótum á vegum KLÍ:

a. 20.000 kr. vegna skráningar liðs í deildarkeppni
b. 7.500 kr. vegna skráningar liðs í bikarkeppni

Auk styrkja samkvæmt 1. mgr. greiðir deildin eftirfarandi gjöld sem KLÍ innheimtir:

a. Gjöld vegna liðaskipta
b. Gjöld vegna venslasamninga
c. Keppnisgjöld pr. einstakling

4. gr.

Styrkir til einstaklinga

Keiludeild veitir eftirfarandi styrki til einstaklinga sem keppa undir merkjum ÍR:

a. 25% afslátt af árskortum í keilu
b. Keppnisgjöld í undanúrslit eða úrslit á mótum á vegum félaga eða KLÍ
c. 15.000 kr. vegna ferða á viðurkennd erlend mót
d. 75% af ferðakostnaði eða að hámarki 120.000 kr. vegna landsliðsferða og skipulagðra ferða afrekshópa

Auk annarra styrkja sem tilteknir eru í reglum þessum veitir keildudeild eftirfarandi styrki til barna og einnig ungmenna undir 23 ára sem eru í afrekshópi ÍR eða KLÍ:

a. Greiðir keppnisgjöld í deild og bikar
b. Endurgreiðir keppnisgjöld í mót á vegum félaga eða KLÍ ef einstaklingur kemst í undanúrslit eða úrslit
c. Flug, hótel og keppnisgjöld vegna landliðsferða eða skipulagðra ferða afrekshópa

5. gr.

Keppnisbúningar

Lið sem keppa í deildar- eða bikarkeppni eiga rétt á liðsbúningum og bláum ÍR keppnistreyjum fyrir liðið. Þar að auki eiga lið rétt á nýjum liðstreyjum á þriggja ára fresti. Keiludeild greiðir fyrir treyjurnar en lið greiða sjálf fyrir merkingar.

Meðlimir liða eiga einnig rétt á 5000 kr. styrk til buxnakaupa á þriggja ára fresti.

6. gr.

Umsýsla vegna styrkja

Beiðnum um styrki samkvæmt reglum þessum skal beina á vef deildarinnar, hér fyrir ofan. Stjórn og/eða gjaldkeri afgreiðir umsóknirnar.

7. gr.

Gildistími

Reglur þessar voru samþykktar á fundi stjórnar keiludeildar þann 26. janúar 2023.

Stjórn skal taka reglurnar til skoðunar árlega og uppfæra ef þörf er á.

Styrktaraðilar ÍR

X