Í lok hverrar leiktíðar heldur keiludeildin lokamót einskonar uppskeruhátíð ÍR keilara. Mótið er eingöngu ætlað ÍR-ingum. Mótið er B mót sem fer inn í meðaltal KLÍ. Gjaldtöku í mótið er stillt í extra mikið hóf og eru veglegar veitingar að loknu móti. Mótið er þrískipt. Fjórir efstu í karla- og kvennaflokki keppa til úrslita í hvorum flokki sem og fjórir efstu þar fyrir utan sem keppa í forgjafarflokki.