Í upphafi hóf Judodeild ÍR starfsemi af fullum krafti haustið 2004 og fyrsta æfingin var 7.september.

Tildrög voru þau að lítill en einarður kjarni, sem stundað hafði íþróttina undir sameiginlegum merkjum Gerplu/Ármanns veturinn 2003-2004, sneri sér á önnur mið með áætlanir og vilja til stærri hluta en húsnæði Gerplu leyfði.

Þeirra á meðal voru ásamt Birni H. Halldórssyni þjálfara, Haraldur Baldursson, Hermann Björgvin Haraldsson, Gunnar Þorvaldsson, Arnór Geir Jónsson, Raphael Leroux, Ingólfur Steingrímsson og Sigurður Einarsson.

Fyrstu skrefin voru samtal við þáverandi Formann ÍR, Þorberg Halldórsson. Þorbergur bæði hvaðst lengi hafa haft áhuga á að sjá Judo innan raða ÍR og tók málaleitaninni af þvílíkum myndarskap að aðeins nokkrum vikum síðar hóf deildin starfsemi.

Þorberg Eysteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR ber líka að nefna, en reynsla hans og staðgóðar ráðleggingar voru félaginu mikill sómi og deildinni lyftistöng. Frá því staðfesting fékkst um að deildin fengi inni var knöpp vika í að æfingar hefðust. Sem markaðssetning þótti verkefnið frekar ill-sigrað. Í blindri trú á erindi íþróttarinnar til nýrra iðkenda var þetta vonlausa verkefni unnið til sigurs.

Kynningin tókst með góðum árangri og fyrstu önnina náði deildinni að ná til liðlega 50 iðkenda.

Vorönnin 2005 náði að sækja til 80 iðkenda. Með haustönninni 2006 og vorönn 2007 náði að tryggja öruggan iðkendafjölda um 130.

Vilyrði fyrir bættu aðgengi að sal með föstum dýnum á gólfi kynti frumkvöðlakraftinn, enda þörf á þegar lagðar eru dýnur fyrir hvern æfingadag og jafnharðann staflað upp að nýju að degi loknum. Þetta var ærin vinna, sem jafnan mætti undran keppinauta okkar. Vilji til verka og vonin um betri tíma minnir um margt á sögur af starfi ÍR í árdaga félagsins og treystir og styrkir öflugt félag.

Deildin var síðan stofnuð formlega á aðalfundi ÍR 2006.

Formaður deildarinnar frá upphafi var Haraldur Baldursson. Grétar Magnússon tók síðan við kyndlinum í árslok 2006 er Haraldur neyddist til að hverfa tímabundið frá störfum innan deildarinnar.  Haraldur tók síðan aftur við formennsku deildarinnar 2008. 

Deildin setti sér í upphafi það markmið að iðkendur verði að jafnaði orðnir 300 fyrir árið 2010.

Eftir tæp fyrstu tvö starfsárin virtist áhugi á starfsemi deildarinnar nægur til þess.

Aðgengi að húsnæði takmarkar þessi markmið um iðkendafjöldann. Jarðvegurinn er hins vegar frjór og útlit fyrir að ÍR ætti eftir að láta verulega til sín taka í þessari yngstu íþróttagrein sinni eins og öllum öðrum sem félagið hefur tekið upp á arma sína.

Undir styrkri handleiðslu Björns H. Halldórssonar 5.dan, eins reyndasta þjálfa landsins, hafði deildin dafnað og eflst. Iðkendur og þeir sem iðkendum standa næst hafa veitt deildinni nýju ævintýralegar viðtökur og lögðu þeir drjúgan skerf til söfnunar til kaupa á æfingadýnum í ÍR-heimilið. Söfnuðust 200.000 kr. til þeirra mála á skömmum tíma. Árið 2006 var enn aukið við dýnufjöldann, enda þörfin brýn. Ástundun iðkenda hefur verið með einkar mikil. Hugur hefur verið í þeim og eftirvænting.
Judofólk í ÍR stefnir að því að félagið verði stórveldi í íþróttinni þegar fram í sækir.

Síðast uppfært: 27.01.2022 klukkan 9:23

X