Skíðadeildir ÍR og Víkings starfa saman undir nafninu Hengill. Hengill býður upp á skipulagðar skíðaæfingar fyrir börn og unglinga frá 4 ára aldri. Deildin heldur úti metnaðarfullu starfi með vel menntuðum þjálfurum og öflugu barna- og unglingastarfi.

Æfingahópar skipast í eftirfarandi aldursflokka:

  • 5 ára og yngri
  • 6 – 7 ára
  • 8 – 9 ára
  • 10 – 11 ára
  • 12 – 15 ára
  • 16 ára og eldri

Hengill rekur glæsilegan skíðaskála á suðursvæði Bláfjalla. Þar eru allir velkomnir í kaffi og upplagt að nýta aðstöðuna til að borða nesti og kynnast starfsseminni. Um helgar er veitingasala í skálanum og rennur allur ágóði til iðkenda deildarinnar.

Foreldrastarf

Skíðadeildir Víkings og ÍR starfa saman undir nafninu Hengill. Allir foreldrar (eða forráðamenn) barna sem æfa skíði hjá Hengli eru félagar í foreldrafélagi Hengils og eru stjórnir skíðadeildanna myndaðar af foreldrum. Deildirnar eru reknar af foreldrum iðkenda og þar sem margar hendur vinna létt verk mynda stjórnirnar og foreldrafélagið vinnuhópa eða nefndir til að halda utanum einstaka þætti í starfinu. Foreldrar eru hvattir til að taka þátt í íþróttastarfi barna sinna með því að bjóða fram krafta sína í vinnuhópa, taka þátt í mótahaldi, og sinna tilfallandi viðvikum þegar á þarf að halda. Ætlast er til að allar fjölskyldur standi tvær sjoppuvaktir yfir veturinn, sem er mikilvægur liður í fjáröflun starfsins. Núverandi nefndir eru alpagreinanefnd, mótanefnd, sjoppunefnd, skálanefnd, skálagistinga- og dimbilvikunefnd, Andrésarnefnd, fatanefnd og fjáröflunarnefnd.

Foreldrafélög

Nafn Hlutverk  GSM  Tölvupóstur 
Fríða Jónasdóttir Sjoppustjóri  6929234 frida.jonasdottir@gmail.com
Sigríður Bryndís Stefánsdóttir Fjáröflun  8434304 sbs@icepharma.is

Síðast uppfært: 30.10.2020 klukkan 14:18

X