Æfingar ÍR-Keiludeildar fyrir veturinn 2022 til 2023 (uppfært 30. september 2022)
Æfingar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll nema annað sé tekið fram
ÍR-Keiludeild bendir á Facebook síðu keilukrakka en þar inn eru settar tilkynningar og fleira sem við á fyrir þá sem æfa með þessum hópi. Þetta er lokuð síða og þarf að óska eftir aðgangi að henni. Vinsamlegast hafið samband við þjálfara deildarinnar.
Börn fædd 6 til 7 ára (1. og 2. bekkur)
Fyrir börn frá 8 ára og eldri. Séu eldri börn í grunnhóp eru þau höfð saman og yngri sér.
Athugið breytta tímasetningu á fimmtudögum.
Hefjast þriðjudaginn 23. ágúst 2022 á haustönn
Fyrir krakka á aldrinum 8 til 20 ára eða þau sem hafa farið í gegn um grunnhóp.
Hefjast þriðjudaginn 23. ágúst 2022 á haustönn.
Þeir sem hafa áhuga á að byrja að æfa keilu er bent á að hafa samband við þjálfara deildarinnar. Almennt verður boðið upp á að iðkendur kaupi sér 5 skipta klippikort og mæti síðan á þeim dögum sem æfingar fara fram í Keiluhöllinni Egilshöll. Hafa þarf samband við þjálfara til að tilkynna komu. Haldi viðkomandi áfram er bent á að kaupa árskort í Keiluhöllina í gegn um ÍR-Keiludeild og mæti svo á umræddum tímum.
Síðast uppfært: 05.10.2022 klukkan 9:51