Jafnréttisstefna ÍR var opinberuð í lok árs 2018 og er unnin í samræmi við jafnréttistefnu ÍBR og Reykjavíkurborgar.

Íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) stuðlar að jöfnum tækifærum sinna félagsmanna og mismunar ekki vegna
kynferðis, uppruna, kynhneigðar, kynvitundar, aldurs, fötlunar, þjóðernis, trúarbragða, skoðana,
litarháttar eða annarrar stöðu. ÍR mun leggja áherslu á gagnkvæma virðingu í öllu starfi. Einstaklingar eiga
rétt á að vera metnir að verðleikum sínum en ekki vegna uppruna, þjóðfélagsstöðu, litarhátt eða kyns.

Megináherslur í jafnréttismálum hjá félaginu eru:

1. ÍR gætir jafnréttis við úthlutun tíma, aðstöðu og fjármagns.
2. ÍR gætir jafnréttis í allri umfjöllun á vefsíðu/í fjölmiðlum og í öllu efni sem félagið lætur frá sér.
3. ÍR gætir jafnréttis við úthlutun úr afrekssjóðum og við formlegar verðlaunaafhendingar hjá félaginu.
4. ÍR veitir konum og körlum jafna möguleika til starfa og setu í stjórnum, ráðum og nefndum.
5. ÍR leitast eftir að greiða konum og körlum jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf.
6. ÍR líður ekki einelti, fordóma, kynbundna eða kynferðislega áreitni.

Hér má nálgast Jafnréttisstefnu ÍR

Síðast uppfært: 15.10.2020 klukkan 14:13

X