ÍR-ingur Íslandsmeistari í júdó 2021 graphic

ÍR-ingur Íslandsmeistari í júdó 2021

18.05.2021 | höf: ÍR

Fjórir keppendur frá ÍR kepptu á Íslandsmeistaramóti karla og kvenna í júdó á sunnudaginn. Felix Woelflin keppti í -73kg flokki, Gísli Egilson í -81kg flokki, Matthías Stefánsson í -100kg flokki og Sabrína Haraldsdóttir í -70kg flokki en hún þurfti að keppa í þyngri þyngdarflokki en hún var skráð í þar sem engir keppendur voru í hennar flokki.

ÍR-ingar unnu til þrennra verðlauna á mótinu. Gísli lenti í 2.sæti í sínum flokki. Matthías sigraði sinn flokk með yfirburðum og vann þannig sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fullorðinsflokki. Sabrína lenti í 3.sæti í sínum flokki.

 

Óskum þeim til hamingju með árangurinn!


 

X