ÍR-fimleikar voru endurvaktir innan Íþróttafélags Reykjavíkur í septembermánuði árið 2014. Þegar þeir voru endurvaktir voru liðin 31 ár síðan þeir voru síðast starfræktir hjá félaginu. Fimleikarnir sem stundaðir eru hjá félaginu flokkast undir hópfimleika sem snúa að gólfæfingum, dýnustökki og trampolíni. Í fimleikunum er lögð áhersla á uppbyggilegar grunnæfingar fyrir yngstu iðkendur og flóknari fyrir þá sem lengra eru komnir.

Fimleikar eru einstaklega góður grunnur fyrir allar íþróttir og markmið ÍR fimleika er að veita framúrskarandi þjálfun og hvatningu í öruggu og skemmtilegu umhverfi, þar sem unnið er með persónulegan hámarksárangur hjá hverjum fyrir sig.

Þar sem ÍR- fimleikarnir eru mjög ungir að árum og iðkendurnir ekki háir í loftinu hefur ekki verið sett pressa á keppni, en það er hins vegar á framtíðarplaninu og stefnt er á að iðkendur fimleikanna byrji að keppa eftir 2-3 ár.

Frjálsíþróttadeild ÍR hefur stutt við fimleikana og leitt þá fyrstu skrefin ef svo má segja og mun halda því áfram.

Síðast uppfært: 24.01.2017 klukkan 15:26

X