Keiludeild ÍR var stofnuð í ágústmáðnuði 1994. Deildin var stofnuð þegar Keiluland í Garðabæ flutti sig um set og inn í Mjódd á efri hæðina fyrir ofan Nettó þar sem heilsugæslan er núna. Fljótlega varð deildin stærsta keiludeild landsins og í dag eru 8 kvennalið og 14 karlalið sem keppa á Íslandsmóti liða, sjá nánar um lið ÍR í keilu.

Keiludeild ÍR er aðili að Keilusambandi Íslands sem er sérsamband innan ÍSÍ sjá nánar á vef KLÍ.

Keiludeild ÍR hefur verið öflug í mótahaldi í keilu. Deildin stendur fyrir ýmsum mótum bæði eingöngu fyrir sína félagsmenn sem og aðra keilara, sjá nánar um keilumót.

Keiludeild ÍR hefur lagt metnað sinn í þjálfun yngri iðkenda og er starfandi öflugt þjálfarateymi innan deildarinnar. Marmið deildarinnar er að þjálfara hafi bestu mögulegu menntun sem býðst, sjá nánar um þjálfara.

Keppnisbolir deildarliða og félagsbolir keiludeildar ÍR
Aðalstjórn ÍR er með samning við heildverslunina Namo um Jako búninga fyrir allar sínar deildar. Allir félagsmenn keiludeildar ÍR eiga rétt á að fá einn liðsbol og einn félagsbol á kostnað deildarinnar á þriggja ára fresti. Félagsmenn og liðin geta síðan keypt aukaboli og látið merkja liðinu og/eða setja nöfn keppenda á bolina. Sjá vöruúrval Jako og Jako vörur fyrir ÍR

Halldóra Þórarinsdóttir heldur utan um allar pantanir á bolum hjá Namo fyrir deildina – Sendið pöntun á netfangið keilubolir(hjá)gmail.com eða hafið samband í síma 868-9811.

Síðast uppfært: 05.10.2022 klukkan 9:47

X