Íþrótta- og veislusalir til útleigu

Félagsheimili ÍR er leigt út fyrir fundi og ýmis konar samkomur.

Íþróttasalur er um 300 m² að stærð og er til útleigu fyrir einstaklinga eða smærri hópa.

Veislusalur / Parketsalur er um 180 m² að stærð og tekur rúmlega 100 manns í sæti. Salurinn er tilvalinn til ýmissa veisluhalda eins og fermingar, skírnarveislur, afmæli o.fl. Hann er einnig hentugur fyrir ýmis konar leikfimi og aðra hreyfingu. Leigist aðeins til aðila sem eru 25 ára eða eldri.

Innifalið í útleigu eru borð, stólar og leirtau fyrir um 100 manns. Í eldhúsi er ísskápur, helluborð, ofn og uppþvottavél sem leigjandi hefur aðgang að. Ef leigjandi veldur einhvers konar tjóni greiðir hann fyrir það. Greiðsla fer fram áður en útleiga á sér stað.

Frekari upplýsingar eru veitar á skrifstofu ÍR í síma 587 7080, netfang ir@ir.is

Gervigrasvöllur ÍR

Gervigrasvöllur ÍR er til útleigu fyrir einstaklinga, hópa og fyriræki.

Skíðaskáli

skidaskalinnSkíðaskálinn Hengill er til útleigu allt árið um kring, fyrir félagssamtök, vinnuhópa,  skóla og alla aðra sem áhuga hafa. Skálinn sem er nýr og stórglæsilegur er í  eigu skíðadeildar ÍR og Víkings. Hann rúmar í allt 90 manns í gistingu og þar er mjög  góð eldunaraðstaða og tveir góðir matsalir sem hægt er að opna á milli. Upplýsingar um útleigu:  skalanefnd@gmail.com

Með því að smella HÉR má finna upplýsingar um gistingu fyrir hópa.

 

Ef áhugi er fyrir leigu á aðstöðu hjá ÍR skal hafa samband við skrifstofu. 

Frekari upplýsingar má nálgast hjá skrifstofu ÍR í síma 587 7080, netfang: ir@ir.is

Síðast uppfært: 02.03.2021 klukkan 8:54

X