Íþróttafélag Reykjavíkur

Vormót ÍR

Vormót ÍR er haldið í júní ár hvert og hefur það verið haldið óslitið frá árinu 1943 og er mótið í ár því það 77. í röðinni. Vormót ÍR og Kaldalshlaupið árið 2019 fer fram á Laugardalsvelli miðvikudaginn 25. júní og hefst kl. 17:30. Keppt er í karla- og kvennaflokki á mótinu.

Skráning

Skráning fer fram á thor.fri.is. Keppendur eru beðnir að skrá sig fyrir miðnætti föstudaginn 21. júní og tilgreina besta tíma í spretthlaupum vegna röðunar í riðla og á brautir. Keppendum er bent á að hægt er að greiða keppnisgjöldin á netskraning.is/vormotir

Keppnisstaður og tímaseðill

Keppni fer fram á Laugardalsvelli, þriðjudaginn 25. júní og hefst kl. 17:30.

Keppnisgreinar

Karlar: 100m, 200m, 400m, 800m, 3000m (Kaldalshlaupið), 400m grindahlaup, langstökk, hástökk, kringlukast (karla og 18-19 ára), spjótkast og sleggjukast.

Konur: 100m, 200m, 400m, 800m, 10.000m, 400m grindahlaup, langstökk, hástökk, kringlukast, kúluvarp, spjótkast kvenna og stúlkna 16-17 ára og sleggjukast kvenna og stúlkna 16-17 ára.

Skráningargjald og uppgjör

Skráningargjaldið er 1.500 kr á hverja keppnisgrein. Greiðsla fer fram á netskraning.is/vormotir.

Keppnisfyrirkomulag

Stökk og köst: Allir keppendur fá 3 tilraunir og síðan fá þeir 8 bestu 3 tilraunir til viðbótar. Endurraðað verður í stökk/kaströð áður en þeir 8 bestu halda áfram keppni. Gert er ráð fyrir að í upphitun fái allir keppendur tvö upphitunarstökk/upphitunarköst.

Hlaup: Tímar í riðlum gilda.

Byrjunarhæðir í hástökki:

  • Hástökk: Konur: 1,40m – 1,45m – 1,50m – 1,55m – 1,58m o.s.frv. Karlar: 1,70m – 1,75m – 1,80m – 1,85m – 1,88m o.s.frv.

Nafnakall: Fer fram á keppnisstað 20 mínútum áður en keppni hefst í viðkomandi grein, nema í hlaupagreinum en þá fer nafnakall fram við ráslínu 10 mínútum fyrir hlaup.

Verðlaun

Sigurvegari í hverri grein hlýtur verðlaun. Stefnt er að verðlaunaafhendingu strax að lokinni keppni í hverri grein og eru keppendur beðnir um að vera til taks.

Veitingar

Keppendum verður boðið upp á grillaðar pylsur og drykk í mótslok. Þjálfurum og gestum mótsins býðst að kaupa pylsur og drykk á kostnaðarverði.

Frekari upplýsingar

Bjarni A. Lárusson, mótsstjóri, bjarniamby@gmail.com, sími 8676191

María Stefánsdóttir, formaður, maria.asdis@gmail.com, sími 6619106.

Styrktaraðilar ÍR

X