Pepsimótin 2022 – 2023
Pepsímótin eru haldin í samstarfi við Ölgerð Egils Skallagrímssonar.
Mótin eru að jafnaði haldin alla sunnudaga frá byrjun september fram í maí. Fyrsta mótið verður haldið sunnudaginn 4. september og gert er ráð fyrir að síðasta mótið verði sunnudaginn 30. apríl 2022. Sjá nánar í dagskrá á heimasíðu KLÍ
Keilarar skrá sig til keppni í afgreiðslu Keiluhallarinnar Egilshöll og lokað er fyrir skráningu kl 18:50. Upphitun hefst stundvíslega kl. 19:00. Verðið er krónur 3.300,- fyrir hverja umferð. Fyrirkomulag mótanna er þannig að leiknir eru fjórir leikir og skipt um brautarpar eftir tvo leiki. Leikmenn færast upp um brautarpar. Keppt er í fjórum flokkum, raðað eftir meðaltali. Verðlaun eru í boði Ölgerðarinnar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Mótin eru B mót og fara því inn í meðaltal Keilusambandsins.
Afrakstur mótanna fer í að styrkja afreks og unglingastarfið keiludeildar ÍR
Sjá nánar í reglugerðum um keilumót