ÍR-Keiludeild leggur metnað sinn í að þjálfarar deildarinnar séu sem best menntaðir í þjálfunarfræðum. Á þá bæði við þjálfaranámskeið ÍSÍ sem og sértæk keiluþjálfunarstig. Deildin hefur á að skipa nokkra þjálfara með þar til gerð réttindi.
Breyting var gerð á þjálfarahóp og skipulagi deildarinnar sumarið 2022. Yfirþjálfari er Jóhann Ágúst Jóhannsson EBF Level II. Yfirþjálfari sér um skipulag þjálfunar og starfsemi félagsins. Honum til halds og trausts eru svo aðrir þjálfarar sem annarsvegar koma að tæknilegri þjálfun og hinsvegar grunnþjálfun.
Þálfarar deildarinnar eru:
- Adam Pawel Blaszczak – Tæknileg þjálfun- EBF Level II, USBC Silver (Bandaríkin)
- Stefán Claessen – Tæknileg þjálfun – EBF Level III og Level 1 Instructor
- Jóhann Ágúst Jóhannsson – Yfirþjálfari, Grunnhópur EBF Level II
- Þórarinn Már Þorbjörnsson – Framhaldshópur – EBF Level II
- Geirdís Hann Kristjánsdóttir – Grunnhópur EBF Level I
- Guðmundur Kristófersson (Gandi) – Grunnhópur EBF Level I
- Daníel Ingi Gottskálksson – Grunnhópur
- Hörður Ingi Jóhannsson – Meistaraflokkur – EBF Level II, SBF Level III (Svíþjóð), USBC Silver
- Laufey Sigurðardóttir – Grunnhópur EBF Level II
- Halldóra Í Ingvarsdóttir – Grunnhópur
- Aðrir þjálfarar eru kallaðir til t.d. sem gestaþjálfarar
Innan deildarinnar eru aðrir sem m.a. hafa lokið allt frá EBF Level I til EBF Level III sem er hæðsta gráðan innan European Bowling Federation, EBF.
Hafir þú einhverjar spurningar sem þú vilt koma á framfæri við þjálfara deildarinnar þá getur þú sent póst á yfirþjálfarann hér.