Bjarni tekur við ÍR

Stjórn handknattleiksdeildar ÍR hefur gert samning við Bjarni Fritzson um þjálfun meistaraflokks karla næstu 3 árin. Þá þakkar stjórn Kristni Björgúlfssyni, fyrrum þjálfara meistaraflokks karla fyrir vel unnin störf síðastliðin 2 tímabil.

Handboltasamfélagið er vel kunnugt Bjarna en hann er upp­al­inn hjá ÍR, varð bikar­meist­ari með ÍR árið 2005. Hann lék sem at­vinnumaður í Frakklandi með Creteil og St. Rap­hael um fjög­urra ára skeið en hér heima lék hann einnig um tíma hjá FH og Akureyri. Þá er Bjarni fyrrum meistaraflokksþjálfari karla hjá Akureyri og ÍR auk þess að hafa þjálfað 20 ára landslið Íslands.

ÍR býður Bjarna hjartanlega velkominn, óskar honum velgengni í starfi og hlakkar til samstarfsins. „Það eru spennandi tímar framundan í Breiðholtinu og erum við gríðarlega ánægð með það að fá Bjarna til þess að leiða áfram þá vegferð sem liðið er á“, segir Elín Freyja Eggertsdóttir formaður handknattleiksdeildar ÍR.

Áfram ÍR!

X