Sólveig Lára heim til ÍR graphic

Sólveig Lára heim til ÍR

01.06.2022 | höf: ÍR

Sólveig Lára Kjærnested hefur verið ráðin þjálfari ÍR í meistaraflokki kvenna. Sólveig Lára hefur leikið 63 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og er margfaldur Íslands- og bikarmeistari.

Sólveig Lára er uppalinn ÍR ingur en hefur leikið undanfarin ár með Stjörnunni.

ÍR býður Sólveigu hjartanlega velkominn til félagsins og óskar henni velgengni í starfi sínu sem þjálfari liðsins, það eru spennandi tímar framundan í Breiðholtinu og er það mikið fagnaðarefni að fá eins öflugan leiðtoga og Sólveig Láru heim í það mikla uppbyggingarstarf sem hefur verið í gangi.

X