Íþróttafélag Reykjavíkur

Aníta hljóp vel

Aníta Hinriksdóttir

Aníta Hinriksdóttir hljóp í kvöld sitt fyrsta 800m hlaup á árinu. Aníta hljóp á 2:02,64 min sem er rúmlega einni sekúndu frá Íslandsmeti hennar.  Hún varð í þriðja sæti á eftir mjög sterkum einstaklingum, þeim Jozwik frá Pólandi sem sigraði á tímanum 2:00,91 og Buchel frá Sviss sem var rétt á undan Anítu.  Stórstjörnurnar Arzamosova og Hering komu í mark á eftir Anítu.

Það má með sanni segja að þetta sé góð byrjun á keppnistímabilinu hjá þessari glæsilegu hlaupakonu og boðar gott fyrir framhaldið. Næsta mót sem Aníta tekur þátt í verður Reykjavík International Games sem fram fer í Laugardalshöll á laugardaginn. Þar fær hún góða keppni frá stöllum sínum erlendis frá og búast má við hörkukeppni. Fleira afreksfólk frá ÍR tekur þátt á RIG um helgina og hvetjum við alla áhugasama til að koma og hvetja fólkið okkar áfram. Keppni hefst kl. 13.00 og auk Anítu verða eftirfarandi ÍR-ingar meðal þátttakenda:

Guðni Valur – Kúluvarp
Sindri Lárusson – Kúluvarp
Thelma Lind – Kúluvarp
Ívar Kristinn – 400m hlaup
Guðbjörg Jóna – 400m hlaup
Ingibjörg Sigurðardóttir – 400m hlaup
Tíana Ósk – 60m
Vilborg María – 60m
Jóhanna Kristín – 60m
Helga Margrét – 60m hlaup, 60m grindahlaup og langstökk
Tristan Freyr – 60m og langstökk
Þorsteinn Ingvarsson – Langstökk
Leó Gunnar – Stangarstökk

Þar að auki fer fram 600m hlaup fyrir þátttakendur yngri en 15 ára og þar verða fjórir ungir og efnilegir ÍR-ingar; þau Iðunn Björg Arnaldsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Einar Örn Sigurðsson og Einar Andri Víðisson

X