Knattspyrnudeild hefur tilnefnt Viktor Örn Guðmundsson og Unni Elvu Traustadóttur sem íþróttafólk ÍR árið 2020.
Unnur Elva Traustadóttir var lykilkona í liði ÍR sumarið 2020.
Unnur er öflugur framherji og varð markahæst með 7 mörk í 15 leikjum. Hún er mikill leiðtogi í liðinu og var einnig valin besti félaginn af samherjum sínum.
Viktor Örn Guðmundsson var lykilmaður í meistaraflokksliði félagsins í 2.deildinni.
Viktor er einn reynslusmesti leikmaður liðsins og einn leiðtoganna inni á velli.
Viktor er miðjumaður sem stýrði uppspili liðsins þaðan og skoraði afar mikilvæg mörk enda með einn öflugasta vinstri fótinn í bransanum Hann er einnig markahæsti maður liðsins með 8 mörk í 18 leikjum.
Áfram ÍR!