Þrír ÍR-ingar í úrtakshópa KSÍ graphic

Þrír ÍR-ingar í úrtakshópa KSÍ

27.01.2021 | höf: ÍR

Undanfarna daga hafa borist þær ánægjulegu fréttir að þrír ÍR-ingar hafa verið valdir í úrtakshópa fyrir yngri landslið Íslands.
Bergvin Fannar Helgason hittir aðra efnilega leikmenn í U18 ára liðinu.
Hákon Dagur Matthíasson er í úrtakshópi U16 ára landsliðins og Bragi Karl Bjarkason er í úrtaki fyrir U19 ára hóp.
Allir eru strákarnir hluti meistaraflokkshóps okkar og hófu allir leik liðsins gegn Val í Reykjavíkurmótinu.
Við erum gríðarlega stolt af árangri strákanna, þar eru á ferð öflugar fyrirmyndir fyrir yngri iðkendur félagsins og við hlökkum til að sjá þá vaxa og dafna bæði innan félagsins og á vettvangi landsliðanna.
Áfram ÍR!
X