Hanna tilnefnd sem kona ársins í Bandaríkjunum

Körfuknatt­leiks- og frjálsíþrótta­kon­an Hanna Þrá­ins­dótt­ir hef­ur verið til­nefnd í hóp þrjá­tíu bestu íþrótta­kvenna í banda­rísku há­skól­un­um á þessu ári, en úr þeim hópi verður val­in kona árs­ins í janú­ar 2023. Hanna Þráinsdóttur er fyrrum leikmaður meistaraflokks ÍR auk þess sem hún stóð sig með miklum ágætum í frjálsíþróttum undir merkjum félagsins.

Það er Há­skólaíþrótta­sam­band Banda­ríkj­anna (NCAA) sem stend­ur að val­inu og Hanna hef­ur verið boðuð til verðlauna­hátíðar NCAA  sem hald­in verður í San Ant­onio í Texas í janú­ar. Við valið er tekið til­lit til fjög­urra meg­in þátta sem eru íþrótta­ár­ang­ur, náms­ár­ang­ur, leiðtoga­hæfi­leik­ar og sam­fé­lags­leg virkni.

Hanna er fyrsta ís­lenska kon­an sem hef­ur hlotið slíka til­nefn­ingu en hún lauk námi frá Georgi­an Court Uni­versity í vor. Sam­kvæmt töl­um frá Há­skólaíþrótta­sam­bandi Band­ríkj­anna frá 2020 eru 1.098 há­skól­ar aðilar að sam­band­inu og þeir reka íþrótta­deild­ir með sam­tals 24 íþrótta­grein­um í karla og kvenna­flokki, með 504.000 íþrótta­mönn­um, þar af 223.000 kon­um.

Sjá frétt á mbl.is

X