Silfurleikarnir 2022

23.11.2022 | höf: Jökull Úlfarsson

Silfurleikar ÍR fóru fram laugardaginn 19.nóvember í 25. sinn eftir tveggja ára hlé. 

Um 550 keppendur á aldrinum 5-17 ára tóku þátt í mótinu sem eru fleiri keppendur en tóku þátt árin 2018 og 2019. Það er fagnaðar efni að halda fjölmennara mót en fyrir árin fyrir Covid og sýnir það best hversu öflug frjálsíþróttahreyfingin er.

Mjög ánægulegt  var að sjá hversu margir áhorfendur komu í höllina en áhorfendastúkur og salur voru þétt setin og mikil stemming.

Keppendur stóðu sig með prýði og frábært að sjá hversu flott frjálsíþróttafólk við eigum en alls náðust um 500 bætingar á mótinu.

Helstu afrek mótsins:

Tobías Þórarinn Matharel (UFA) stökk 111,6 3m og setti aldursflokkamet í þrístökki pilta 13 ára. 

Freyja Nótt Andradóttir (FH) hljóp 60m á 7,76 sek sem er aðeins 3/100 sek frá aldursflokkameti hennar sem hún setti á Gaflaramótinu í byrjun nóvember.

Ísold Sævarsdóttir (FH) hljóp á tímanum 8,88 sek í 60m grindahlaupi (76,2cm) sem er aðeins 1/100 sek  frá aldursflokkameti 15ára.

 

Heildarúrslit mótsins má finna hér. 

X