Bronsleikar 2022 verða haldnir 8. október næstkomandi

19.09.2022 | höf: Jökull Úlfarsson

Bronsleikar ÍR verða að þessu sinni haldnir 8. október og fögnum við því að geta haldið leikana án þáttökutakmarkana og boðið foreldrum og aðstandendum að koma og fylgjast með krökkunum.

Að venju verður boðið upp á fjölþraut fyrir 9 ára og yngri og fjórþraut fyrir 10 -11 ára. Opið er fyrir skráningu í gegnum thor.fri.is og þar má einnig sjá tímaseðil mótsins.

 

Bronsleikar ÍR

X