ÍR-ingur Reykjavíkurmeistari í Judo

Reykjavíkurmeistaramótið í Judo fór fram sl. helgi og voru tveir keppendur frá ÍR. Jakub Tumowski og Matthías Stefánsson. Þeir kepptu báðir í undir 21 árs -90kg flokki en Jakub keppti einnig í seniora -90kg flokki.

Jakub glímdi við hörku andstæðinga og vantaði ekki mikið uppá sigur í einhverjum glímum. Hann náði bronsverðlaunun í undir 21 árs -90kg flokki eftir að hafa slegist vel.

Matthías ætlaði að keppa í seniora flokki en þurfti að segja sig úr flokknum vegna meiðsla.

Matthías sigraði sinn flokk (undir 21 árs -90kg) og er því orðinn Reykjavíkurmeistari. Það kom engum á óvart þar sem Matthías er ríkjandi íslandsmeistari í undir 21 árs -100kg og í seniora flokki.

 

Áfram ÍR!

X