Íþróttafélag Reykjavíkur

Silfur á Judo Baltic Sea Championships

Matthías Stefánsson vann til silfurverðlauna á Judo Baltic Sea Championships sem haldið var í Orimatilla í Finnlandi. Keppendur á mótinu voru rúmlega 400 talsins frá 14 þjóðum. Judo Baltic Sea Championships er afar sterkt mót en Matthías barðist hrikalega vel og er heldur betur ljóst að framfarir hans séu miklar á stuttum tíma.

Góður endir á árinu sem er að líða en á nýju ári verða nóg af spennandi verkefnum hjá honum í íþróttinni. Fyrst á dagskrá eru æfingabúðir í Svíþjóð en Matthías mun fjúga út á nýársdag 1. janúar þar sem hann mun vera fyrstu fimm daga ársins að æfa með landsliðum norðurlandanna.

Áfram Matthías!

X