Matthías efnilegasti judomaður ársins 2021

Matthías Stefánsson var valinn efnilegasti Judomaður ársins 2021 af Judosambandi Íslands vegna árangurs hans í íþróttinni á árinu sem er að líða. Matthías er vel að verðlaununum kominn enda hefur hann afrekað margt á árinu en helstu afrek á mótum eru 3. sæti á Finnish Open í U21 og Seniora flokki, 2. sæti á Baltic Open í U21, 2. sæti á afmælismóti JSÍ, 1. sæti á Vormóti JSÍ í U21 og Seniora flokki, 1. sæti á Íslandsmóti U21 og 1. sæti á Íslandsmótinu í Seniora flokki.

 

Matthías hefur verið duglegur að sinna þeim æfingaplönum sem Felix þjálfari hans setur honum fyrir en mikil vinna hefur farið í æfingar og eru þær aldeilis að skila sér í góðum árangri á mótum. Það verður spennandi að fylgjast með Matthíasi halda áfram að gera góða hluti í íþróttinni á nýju ári.

 

Til hamingju Matthías!

X