Reisugilli í nýju íþróttamannvirki ÍR graphic

Reisugilli í nýju íþróttamannvirki ÍR

23.06.2021 | höf: ÍR

Í dag 23. júní var stórum áfanga náð í byggingu nýs íþróttamannvirkis ÍR við Skógarsel.

Allar stálsperrur eru nú komnar á sinn stað og því var tilefni til að halda reisugilli í húsinu.
Viðstaddir voru fulltrúar frá aðalstjórn ÍR ásamt byggingaraðilum og fulltrúum frá Reykjavíkurborg.

Uppsteypa er langt komin og hafin er vinna við ytra, og innra byrði hússins.

Framkvæmdir hafa gengið vel hingað til og er allt enn samkvæmt áætlun. Áætluð verklok eru næsta vor 2022.

Áfram ÍR!

X