Íþróttafólki deilda ÍR var í gær, þann 20. desember 2021, afhent viðurkenningar fyrir afrek sín árið 2021.

Í lok hvers árs tilnefnir hver deild fyrir sig karlmann og kvenmann sem valin eru íþróttafólk sinnar deildar.

Aðalstjórn velur svo úr þeim hópi einn karl og eina konu sem hljóta nafnbótina Íþróttafólk ÍR.

Í ár kom það í hlut skíðakonunnar Sigríðar Drafnar Auðundsdóttur og frjálsíþróttamannsins Guðna Vals Guðnasonar.

Guðni Valur Guðnason keppti á Ólympíuleikunum í Tókyó í ár. Guðni kastaði  kringlunni 65,39m í ár og er það stigahæsta frjálsíþróttaafrek Íslendings 2021. Guðni náði í öðru sæti á vetrarkastmót Evrópu í Split, Króatíu. Guðni Valur er Íslandsmeistari í kringlukasti og kúluvarpi innanhúss 2021. Guðni Valur er í 33 sæti á heimslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í kringlukasti og 20 sæti á Evrópu listanum. Hann bætti einnig árangur sinn í kúluvarpi á árinu 2021 og var með lengsta kast ársins á Íslandi í kúluvarpi 18,81m.
Guðni Valur er efstur íslenskra karla á heimsstigalista alþjóða frjálsíþróttasambandsins yfir árangur á mótum 2021 og var fyrirliði landsliðsins í Evrópubikarnum í Búlgaríu

Sigríður Dröfn keppti í svigi og stórsvigi á HM í Cortina á Ítalíu í febrúar.
Hún varð Reykjavíkurmeistari í svigi, stórsvigi og alpatvíkeppni en Sigríður varð einnig bikarmeistari SKÍ og Íslandsmeistari í svigi og önnur í stórsvigi.

 

Annað tilnefnt íþróttafólk árið 2021 voru: 

Frjálsíþróttadeild: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir

Handknattleiksdeild: Viktor Sigurðsson og Karen Ösp Guðbjartsdóttir

Judodeild: Matthías Stefánsson og Sabrína Heiður Ragnheiðardóttir

Keiludeild: Hafþór Harðarson og Ástrós Pétursdóttir

Knattspyrnudeild: Reynir Haraldsson og Anja Ísis Brown

Körfuknattleiksdeild: Collin Pryor og Sólrún Sæmundsdóttir

Taekwondodeild: Sveinn Logi Birgisson og Anna Suryati Tjhin

X