Strákarnir okkar í meistaraflokk karla hófu tímabilið hjá sér í nýliðinni viku og spiluðu tvo æfingaleiki sem hluti af undirbúningi liðsins fyrir íslandsmótið sem hefst í september.
Strákarnir spiluðu á móti HK og Fjölni og óhætt að segja að þeir stóðu sig með prýði og byrji tímabilið vel. Leikurinn á móti HK fór fram í Kórnum á miðvikudagskvöldið og mættu strákarnir sterkir til leiks og komust m.a. annars í 11-3 en leikurinn endaði með sigri okkar manna 25-27. Leikurinn við Fjölni sem fór fram á föstudagskvöldið var heldur jafnari en okkar menn byrjuðu vel. Fjölnismenn komust svo yfir í seinni hálfleik en strákarnir náðu að snúa leiknum sér í vil og voru lokatölur í Austurberginu 35-28.
Framundan eru fleiri æfingaleikir. Strákarnir heimsækja Fram í Safamýrina í næstu viku ásamt því að ferðast svo norður og taka þátt á Ragnarsmótinu næstu helgi.
Fyrsti leikurinn á Íslandsmótinu fer svo fram fimmtudaginn 10. september í Austurbergi þar sem þeir taka á móti ÍBV. Framhaldið er jákvætt og hvetjum við alla breiðhyltinga til þess að fylgjast vel með.
Áfram ÍR
Kristinn Björgúlfsson, þjálfari meistaraflokks karla, fer yfir hlutina að leikslokum 21.ágúst síðastliðinn.