Stjórn KLÍ hefur ákveðið og beinir þeim boðum til aðildarfélaga sinna að virða í einu og öllu samkomubann sem tekur gildi 16. mars næstkomandi. Öllum liðakeppnum og fjölmenningsmótum innan keilunnar frá og með 16. mars er því frestað á meðan ástandið varir.
Samkvæmt samkomubanni er grunnskólaaldurinn ekki bundinn við 2m regluna. Af því leiðir geta félög haldið æfingum áfram en verða þá að miða æfingar sínar við þær reglur sem gilda, aðeins grunnskólaaldur og ekki fleiri en 20 í hóp. Þjálfarar verða að virða 2m bannið sín á milli. Gæta þarf að þrifum á sameiginlegum búnaði.
Stjórn KLÍ beinir til aðila að fylgjast vel með og fara í einu og öllu eftir leiðbeiningum Landlæknis vegna faraldursins.
Stjórn KLÍ mun senda út aðrar tilkynningar eftir því sem þurfa þykir næstu daga og vikur.