Frjálsíþróttasamband Íslands hefur kynnt val á keppendum á NM innanhúss sem fram fer í Finnlandi sunnudaginn 9. febrúar. Ísland og Danmörk senda sameiginlegt lið og á Ísland tvo keppendur í þeim hópi. Guðna Val Guðnason sem keppir í kúluvarpi en Guðni sigraði kúluvarpskeppni RIG með risabætingu upp á 60cm fyrir viku síðan þegar hann kastaði 18.40m. Hlyn Andrésson sem keppir í 3000m en hann sigraði 1500m á RIG og var þar hársbreidd frá eigin Íslandsmeti auk þess að vera með besta afrek Íslensk karls á mótinu. Átta íslenskir keppendur keppa á mótinu og óskum við þeim góðs gengis en í þjálfarahópunum er Pétur Guðmundsson þjálfari Guðna Vals.