NM í Finnlandi og MÍ í fjölþrautum og öldungaflokkum graphic

NM í Finnlandi og MÍ í fjölþrautum og öldungaflokkum

09.02.2020 | höf: Kristín Birna

NM í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Finnlandi 9. febrúar og átti ÍR tvo keppendur sem kepptu fyrir Íslands hönd í blönduðu liði Íslands og Danmerkur.

Hlynur Andrésson var hársbreidd frá sigri í 3000m hlaupi, varð annar á 8:01.20 mín og aðeins 13/100 sek skildu að gull og silfur sætið. Tími Hlyns er hans næst besti í þessari vegalengd.

Guðni Valur Guðnason sem kastaði sig inn í íslenska hópinn með glæsilegri bætingu í kúluvarpi um sl. helgi gerði sér lítið fyrir og varð í 3. sæti með 18.31m mjög skammt frá hans besta 18.43 m en sigurvegarinn kastaði 20.67m. Guðni og Hlynur voru því báðir alveg við sitt besta sem er góð byrjun á árinu. Til hamingju strákar og Pétur Guðmundsson þjálfari Guðna sem var í íslenska þjálfarateyminu.

Þriðji íslendingurinn til að komast á pall var Kristján Viggó Sigfinnsson í hástökki en hann hafnaði í 2. sæti með 2.11m glæsilegur árangur hjá honum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum og öldungaflokkum fór einnig fram um helgina. ÍR-ingar áttu þar nokkra þátttakendur.

Í fimmtarþraut kepptu þær Ásta Margrét Einarsdóttir, Fanney Rún Ólafsdóttir og Katrín Marey Magnúsdóttir og urðu þær í 4.-6. sæti. Sigurvegari í kvennaflokki var María Rún Gunnlaugsdóttir, FH með 3965 stig.

Í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri keppti Gabríel Ingi Benediktsson og náði hann fjórða sætinu. Í sjöþraut pilta 18-19 ára kepptu Egill Smári Tryggvason og Úlfur Árnason. Úlfur kláraði ekki keppni en Egill Smári varð í öðru sæti með 3476 stig.

Í sjöþraut karla sigraði Ísak Óli Traustason, UMSS, sem æfir undir handleiðslu frá þjálfurum ÍR.

Öll úrslit frá fjölþrautarmótinu má nálgast hér

Á öldungamótinu kepptu nokkrir lífsreyndir ÍR-ingar en meðal keppenda voru Þorkell Stefánsson, Tómas Hilmar Ragnarsson, Hafsteinn Óskarsson, Halldór Matthíasson, Helgi Hólm,  Gunnar Páll Jóakimsson og Fríða Rún Þórðardóttir. Margir kepptu í fleiri en einni grein og verðlaunin urðu alls 15 talsins, þar af 13 gull og 2 silfur. Öll úrslit frá öldungamótinu má nálgast hér  

 

X