Á sunnudaginn fer fram frjálsíþróttahluti Reykjavík International Games (RIG) í Laugardalshöll. RIG er stutt og skemmtilegt mót þar sem margt af sterkasta frjálsíþróttafólki landsins keppir. Þar á meðal eru 16 ÍR-ingar. Þar að auki taka erlendir keppendur þátt í mörgum greinum sem setur skemmtilegan lit á mótið.
Tímaseðil mótsins má nálgast hér á heimasíðu FRÍ en þar er einnig hægt að finna riðlaskiptingar. Mótið hefst klukkan 15:10 og síðasta grein hefst klukkan 17:45.
Eftirfarandi eru þeir ÍR-ingar sem verða meðal keppenda á sunndaginn:
Dagur Andri Einarsson, 60m
Ólafur Austmann Þorbjörnsson, 800m
Sæmundur Ólafsson, 800m
Hugi Harðarsson, 800m og 1500m
Hlynur Andrésson, 1500m
Elma Sól Halldórsdóttir, 60m og langstökk
Agnes Kristjánsdóttir 60m, 200m og 400m
Hildigunnur Þórarinsdóttir, 60m og langsöttk
Dagbjört Lilja Magnúsdóttir, 60m
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 60m og 200m
Ásta Margrét Einarsdóttir, 60m
Ingibjörg Sigurðardóttir, 400m
Sara Mjöll Smáradóttir, 800m
Guðni Valur Guðnason, kúluvarp
Kristján Viktor Kristinsson, kúluvarp
Katharina Ósk Emilsdóttir, kúluvarp
Við óskum öllu okkar fólki góðs gengis á sunnudaginn.