Norðurlandamótið í Víðavangshlaupum fór fram í dag, 10. nóvember í Vierumaki í Finnlandi. Ísland sendi þrjá keppendur á mótið þá Hlyn Andrésson ÍR, Hlyn Ólason ÍR og Guðlaugu Eddu Hannesdóttur en ÍR-ingurinn Burkni Helgason var þjálfari í ferðinni.
Hlynur Andrésson gerði sér lítið fyrir og hafnaði í öðru sæti í hlaupinu sem er 9 km langt og var hann aðeins 2 sek á eftir sigurvegaranum og félaga sínum David Nilson frá Svíþjóð á tímanum 27:09 mín. Mjög mjótt var á mununum en þriðja sætið var síðan aðeins 2 sek á eftir Hlyni en þeir þrír fremstu voru með nokkuð gott forskot á næstu menn en 28 hlauparar luku keppni.
Hreint glæsilegur árangur hjá Hlyni en úrslitin má sjá hér
Þessi árangur er frábært innlegg inn í næstu verkefni Hlyns en næsta víðavangshlaup hans verður EM í Lissabon 8. desember nk.
Óskum Hlyni til hamingju með árangurinn og góðs gengis á EM. Úrslitin má sjá hér
Hlynur Ólason hafnaði 19. sæti í ungmennaflokki á tímanum 20.12 mín en þeir hlupu 6 km.
Þríþrautarkonanan Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í 15. sæti í kvennaflokki á tímanum 27:21 mín, 2 mín á eftir sigurvegaranum, Anna Emilie Möller frá Danmörku, en konurnar hlupu 7,5 km. Úrslitin má sjá hér