Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í gær, laugardaginn 24. ágúst. Þar er keppt í 10km, hálfu maraþoni og heilu maraþoni en maraþon hlaupið er jafnframt Íslandsmótið í maraþoni. Fjölmargir ÍR-ingar tóku þátt auk þess sem nokkur fjöldi voru starfsmenn hlaupsins.
Í heilu maraþoni gerði Arnar Pétursson sér lítið fyrir og sigraði á glæsilegum tíma, 2:23.07 klst, og var 15 mínútum á undan næsta manni. Þar sem þetta var ný hlaupaleið er tíminn brautarmet. Arnar var þarna að hlaupa á sínum besta tíma til þessa og er hann nú í þriðja sæti á eftir Kára Steini Karlssyni og Íslandsmeti hans, 2:17 klst og Sigurði Pétri Sigmundssyni, 2:19 klst, á íslenskri afrekaskrá. Glæsilegt hjá Arnari sem stefnir á 2:15 klst á komandi ári.
Í hálfu maraþoni karla varð Hlynur Andrésson hlutskarpastur á tímanum 1:07.59 klst, en hann á best 1:05.44 klst sem er næst besti tími Íslendings en Íslandsmetið er 1:04.54 klst. Hlynur fékk í magann þegar hlaupið var um það bil hálfnað sem hamlaði honum mikið auk þess sem hann hafði ekki mikla samkeppni frekar en Arnar. Vignir Már Lýðsson kom þriðji í mark á 1:15.10 klst.
Andrea Kolbeinsdóttir varð önnur kvenna og 11. af öllum í mark á 1:21:05 klst en hún á best 1:19.46 klst.
Í 10 km átti ÍR þrjá fyrstu íslensku karla í mark, en Hlynur Ólason kom fyrstu allra á 33:58 mín, Þórólfur Ingi Þórsson annar á 34:07 mín og Vilhjálmur Þór Svansson fjórði a 35:03 mín.
Elín Edda Sigurðardóttir varð þriðja kona í mark í 10 km og fyrst íslenskra kvenna á 35:55 mín, sem er glæsileg bæting á hennar besta tíma og fjórði besti tími íslenskrar konu í 10 km götuhlaupi.
Fríða Rún Þórðardóttir tók saman