Benjamín Íslandsmeistari í tugþraut graphic

Benjamín Íslandsmeistari í tugþraut

25.08.2019 | höf: María Stefánsdóttir

Benjamín Jóhann Johnsen úr ÍR varð Íslandsmeistari í tugþraut karla á meistaramótinu í fjölþrautum sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Benjamín hlaut þar 7012 stig, en best á hann 7146 stig, og bar sigur í fjórum greinum af tíu; hástökki, stangarstökki, spjótkasti og kringlukasti. Spennandi barátta var á milli Benjamíns og Ísaks Óla Traustasonar úr UMSS, sem einnig sigraði í fjórum greinum og var aðeins fimm stigum á eftir Benjamín.

Engin ÍR-ingur tók þátt í sjöþraut kvenna en Fanney Rún Ólafsdóttir tók þátt í sjöþraut 16-17 ára stúlkna, þar sem hún varð önnur með 3465 stig.

Úlfur Árnason var þriðji ÍR-ingurinn sem skráður var til leiks á meistaramótinu og keppti hann í tugþraut 18-19 ára pilta en hann hætti keppni á fyrri degi mótsins vegna meiðsla.

 

X