Arnar Davíð Jónsson KFR í 9. sæti á AMF 2018

Nú rétt í þessu varð Arnar Davíð Jónsson úr KFR í 9. sæti á 54. Heimsbikarmóti einstaklinga Qubica AMF World Cup 2018 en mótið fer fram í Las Vegas í ár. Arnar sem var í 10. sætinu eftir forkeppnina spilaði sig fljótt upp í 8. sætið en eftir leiki kvöldsins er skorið niður í 8 manna undanúrslit. Þetta er besti árangur sem Íslendingur hefur náð á þessu Heimsbikarmóti sem fram fer árlega en Qubica AMF World Cup er fjölmennasta einstaklingsmótið sem haldið er í keilu miðað við fjölda þátttökuþjóða en í ár voru fulltrúar frá 81 landi í karlaflokki.

 

Ástrós Pétursdóttir úr ÍR endaði í 46. sæti af 68 í mótinu. Mótið heldur áfram á morgun með 8 manna undanúrslitum karla og kvenna. Fylgjast má með mótinu á vefsíðu þess.

X