graphic

09.11.2018 | höf: Jóhann Ágúst

Núna er forkeppninni á 54. Heimsbikarmóti einstaklinga Qubicka AMF World Cup 2018 lokið en keiludeild ÍR stendur fyrir landsforkeppninni hér heima á hvert. Efsti karlkeilari og kvennkeilari ávinna sér þátttökurétt á Heimsbikarmótinu sem haldið er víðsvegar um heiminn ár hvert en nú er leikið í Las Vegas BNA.

Arnar Davíð Jónsson úr KFR spilaði sig í lokaseríunni úr 18. sæti upp í það 10. með stórglæsilegri 8 leikja seríu í lokaumferð forkeppninnar. Arnar Davíð var með þriðju hæstu seríu lokadagsins 1.878 pinna eða 234,75 í meðaltal og voru leikirnir 210, 237, 236, 259, 207, 257, 225 og 247. Arnar leikur í dag í 24 manna úrslitum og eru þá spilaði aðrir 8 leikir en að þeim loknum verður skorið niður í 8 manna úrslit og hefur Arnar Davíð ágæta möguleika á að komast þar inn.
Ástrós Pétursdóttir úr ÍR lauk forkeppninni í 46. sæti með 181,46 í meðaltal eftir 24 leiki forkeppninnar en 194,83 þurfti til að komast í topp 24 hjá konunum. Efst kvenna í keppninni er Li Jane Sin frá Malasíu með 212,96 í meðaltal.
Hjá körlum er efstur Bandaríkjamaðurinn Kyle Troup með 236,42 í meðaltal en hann hefur náð einum fullkomnum leik í mótinu eða 300 pinnum en það hafa einnig gert Kanadamaðurinn Ryan Reid og Donald Lee frá Panama.

Hægt er að fylgjast með mótinu á vefsíðu þess.

X