Íþróttafélag Reykjavíkur

14 – 21.mars 2019 verða haldnir heimsleikar í Abu Dhabi Íþróttafélagið Ösp kemur til með að vera með 4 keppendur á leikunum í keilu.
Af því tilefni ákvað keiludeild ÍR að styrkja þau og þjálfara um keppnis boli og jakka til að hafa með sér á þetta mót.
Er þetta fyrsta special olympics worlds games sem haldið er í Abu Dhabi og einnig stærsti mannúðar- og fjölmenningarviðburður 2019.

Heimasíðu mótsins má finna hér

Þeir keppendur sem að fara erlendis fyrir hönd Íþróttafélagsins Ösp eru:
Haukur Guðmundsson, Ásta Hlöðversdóttir, Gabríella Oddrún Oddsdóttir og Einar Kári Guðmundsson
Þjálfarar sem að fara með þeim eru:
Laufey Sigurðardóttir og Bjarki Sigurðsson

Keiludeild ÍR óskar keppendum góðs gengis á mótinu

X