Viltu æfa skemmtilega íþrótt í frábærum félagsskap? Þá eru frjálsar málið!
Í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem fer fram 23.-30. september næstkomandi ætlar Frjálsíþróttadeild ÍR að bjóða áhugasömum að koma og prófa æfingar .
Við bjóðum upp á æfingar fyrir 1. til 6. bekk í Breiðholtsskóla og frá 1. bekk og upp úr í Laugardalshöll undir handleiðslu reyndra þjálfara og hvetjum við sem flesta til að koma og prófa þessa sögulegu, fjölbreyttu og skemmtilegu íþrótt.
Nánari upplýsingar má finna undir Æfingatöflur og gjöld og á ir.is/frjalsar.