Frábær árangur Fríðu graphic

Frábær árangur Fríðu

05.09.2018 | höf: María Stefánsdóttir

Fríða Rún Þórðardóttir náði í dag frábærum árangri í 8 km víðavangshlaupi á heimsmestaramóti öldunga sem haldið er í Malaga á Spáni. Fríða hafnaði í fimmta sæti í flokki kvenna 45-49 ára. Hún kom í mark á tímanum 32:59 mín. Sigurvegarinn Silvina Motta frá Argentínu kom í mark á 31:05 og hin írska Jacquline Sharp kom fast á hæla henni í 31:06. 35 konur vour skráðar til leiks í þessum aldursflokki og lauk 31 hlaupinu.

Til hamingju Fríða!

Nánari upplýsingar á mótið má finna á vefnum https://wmamalaga2018.com/home-en/

X