ÍR TVENNA – Nýtt fjölgreina tækifæri hjá ÍR

 

ÍR TVENNA

  • ÍR býður börnum í 3. – 4. bekk grunnskóla að iðka tvær íþróttagreinar á sérkjörum í ÍR TVENNU. 30% afsláttur verður reiknaður af æfingagjöldum beggja greina. Afslátturinn reiknast sjálfkrafa í skráningarkerfinu þegar seinni greinin er valin í ÍR TVENNU. Tíu íþróttagreinar eru í boði og hafa iðkendur frjálst val um að velja tvær af þeim.

KEILA – KÖRFUBOLTI – KNATTSPYRNA – HANDBOLTI – SKÍÐI – FRJÁLSAR FIMLEIKAR – JÚDÓ – KARATE – TAEKWONDO

 

ÍR UNGAR

  • Íþróttafélag Reykjavíkur býður öllum börnum í fyrsta og öðrum bekk grunnskóla að iðka allt að sex íþróttagreinar fyrir eitt æfingargjald. Börnin fá þannig tækifæri til að prófa og kynnast mörgum íþróttagreinum í einu og geta flutt sig milli greina eins og þau vilja, á meðan þau finna þá grein sem hentar þeim.

KEILA – KÖRFUBOLTI – KNATTSPYRNA – HANDBOLTI – SKÍÐI – FRJÁLSAR

 

Með ÍR UNGUM og ÍR TVENNU tekur ÍR forystu meðal íþróttafélaga landsins og býður upp á einstakt tækifæri fyrir börn í 1.-4. bekk grunnskóla, til að prófa sig áfram í íþróttum þar sem þau finna sína uppáhaldsíþrótt.

Sjá nánari upplýsingar:  ÍR TVENNA OG UNGAR

 

 

 

 

X