Nú liggja fyrir þær gleðilegu fréttir að Mondo gerviefni verður lagt á nýjan frjálsíþróttavöll ÍR í Suður Mjódd. Hlaupabrautir, lang- og þrístökksbrautrir og spjótkastbrautir verða bláar en hástökkssvæði og önnur svæði lögð gerviefni verða í gráum lit.  Mondo gerviefnið hefur reynst afar vel á völlum hér á landi, innanhúss sem utan.  Mondo efnið hefur verið notað á leikvöngum flestra stórmóta s.s EM, HM og ÓL undanfarna þrjá áratugi og fleiri heimsmet hafa verið sett á Mondo leikvöngum en nokkrum öðrum. Framkvæmdir við  undirlag vallarins standa yfir og byrjað að móta fyrir fyrir hlaupabrautinni eins og sést á meðfylgjandi mynd.  Stefnt er að malbikun undir gerviefnið um miðjan júlí.  Sendingin með Mondoefninu kemur til landsins 5. ágúst og gert ráð fyrir lagningu þess í kjölfarið.

X