Árni Birgisson nýr framkvæmdastjóri ÍR graphic

Árni Birgisson nýr framkvæmdastjóri ÍR

03.09.2018 | höf: Brynja Guðmundsdóttir

Árni Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ÍR í stað Þráins Hafsteinssonar sem sagði starfi sínu lausu á dögunum. Árni kemur til starfa frá Blaðadreifingu ehf. þar sem hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri síðastliðinn 2 ár. Þar á undan starfaði hann sem markaðs- og starfsmannastjóri hjá Tengi í Kópavogi.  Árni þekkir mjög vel til ÍR og hefur síðustu 10 ár verið með annan fótinn, og oft á tíðum báða í húsakynnum ÍR vegna íþróttaiðkunar barna sinna eða tengt hinum ýmsum sjálfboðastörfum ÍR. Árni er að upplagi handboltamaður frá Selfossi og var ungur formaður körfuknattleiksdeildar Selfoss. Árni hefur sjálfur sagt að hann hlakki til að takast á við þetta krefjandi verkefni og kynna sér vel rekstur frábæru greina sem eru í boði hjá ÍR.

Eiginkona Árna er Ásta Hólm Birgisdóttir og saman eiga þau 4 börn (4 ÍR-inga) á aldrinum 4-21 árs.

Hinn nýji framkvæmdastjóri mun taka formlega til starfa 8. október næstkomandi og um leið og stjórn ÍR þakkar Þránni Hafsteinssyni kærlega fyrir góð störf í þágu ÍR, bjóðum við nýjan framkvæmdastjóra hjartanlega velkominn til starfa í þetta spennandi, fjölbreytta og skemmtilega starf fyrir okkur ÍR-inga.

 

X