EM fatlaðra í frjálsum stendur nú yfir í Berlín og hófst mótið í gær og lýkur á sunnudag. Sex íslenskir keppendur taka þátt og er ein þeirra Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir úr ÍR. Þetta er fyrsta stórmót Bergrúnar sem skráð er til leiks í fjórum greinum og keppir í flokki hreyfihamlaðra F og T37. Fyrsta greein Bergrósar er 400 m hlaup á morgun. miðvikudag, og síðan koma greinarnar hver á fætur annarri; 100 m hlaup á fimmtudag, langstökk á föstudag og 200 m hlaup á laugardag.
Sýnt verður beint á mótinu á YouTube-rás Paralympic Games.
Úrslit og frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu mótsins.