Bikarkeppni FRÍ U15 ára graphic

Bikarkeppni FRÍ U15 ára

19.08.2018 | höf: Kristín Birna

Í dag fór fram Bikarkeppni FRÍ fyrir ungmenni 14 ára og yngri. ÍR-ingar sendu lið til leiks sem stóð sig með prýði.  ÍR-drengirnir voru í baráttu um bronsið fram að síðustu greinum en enduðu þeir í fjórða sæti, aðeins tveim stigum á eftir sameiginlegu liði UFA/HSÞ en í fyrsta og öðru sæti urði lið HSK/selfoss A og HSK/selfoss B. ÍR-drengirnir voru því fyrstir af öllum liðunum á stórreykjavíkursvæðinu. Eithvað var um afföll hjá stúlknaliðinu okkar og var ÍR því ekki með stúlku í alveg öllum greinunum en þær stúlkur sem mættu til leiks stóðu sig með prýði og náðu þær meðal annars að vera í öðru sæti í sínum riðli í boðhlaupinu sem var lokagrein dagsins hjá þeim.

Bikarkeppnin er liðakeppni þar sem einstaklingar fá að keppa í tveim greinum auk boðhlaups til að fá stig fyrir liðið. Krakkarnir sýndu frábæran liðsanda í dag þegar þau bæði kepptu í sínum greinum sem og greinum sem þau voru kannski ekki vön að keppa í, eða jafnvel æfa, til að næla í stig fyrir liðið sitt. Frábært hjá þeim öllum.

Á myndinni má sjá þau (efri röð frá vinstri) Nínu, Brynju, Yrsu, Hildi, Jósef og (neðri röð) Magnús, Einar og Hörð. Karl Hákon sem keppti í bæði hástökki og spjóti vantar á myndina.

 

X