Tveir ÍR-ingar hafa verið valdir til þátttöku á Norðurlandameistaramót ungmenna í fjölþrautum sem fer fram í Ullensaker í Noregi 9.-10. júní nk. Þetta eru þau Benjamín Jóhann Johnsen sem keppir í tugþraut 20-22 ára og Helga Margrét Haraldsdóttir sem keppir í sjöþraut 16-17 ára.
ÍR-ingurinn Tristan Freyr Jónsson náði einnig lágmarki á mótið en gefur ekki kost á sér vegna meiðsla.
Önnur sem valin voru fyrir Íslands hönd til þátttöku á mótinu eru þau Ari Sigþór Eíríksson Breiðabliki (tugþraut 20-22 ára), Guðmundur Karl Úlfarsson Ármanni (tugþraut 20-22 ára), Irma Gunnarsdóttir Breiðabliki (sjöþraut 20-22 ára) og Ragúel Pino Alexandersson UFA tugþraut 16-17 ára.